Against the Current (2020)

  • Documentary, Drama
  • 1h 27m
World Premiere

Veiga er fyrsta manneskjan til að róa 2.000 kílómetra í kringum Íslandá móti straumnum. Þetta er talið sambærilegt afrek við að klífa fjallið K2. En hennar persónulega ferð er ekki síður merkileg. Hún fæddist sem strákur í afskekktu sjávarþorpi á Vestfjörum Íslands fyrir 44 árum síðan. Veigar giftist og eignast börn en ákveður svo 38 ára að breyta sér úr karli í konu. Innri baráttan þangað til var helvíti líkast og Veigar reyndi tvisvar að svipta sig lífi.Þessar tvær átakasögur fléttast saman í magnað ferðalag frá karl til konu og í kringum Ísland, með töfrandi og harðgerðum bakgrunni af strandlengju landsins. Hversu langt þarftu að ferðast til að finna sjálfan þig? Og hvaða fórnir ertu tilbúinn að færa til að finna hamingju?

Myndin er í flokknum Önnur framtíð & Ísland í brennidepli

//

These two stories are intertwined into one of adversity, conflicts and a hard-won resolution against the stunningly rugged background of Iceland’s coastline. The story is of her transformation from a man to a woman, on a grueling voyage which both physically and metaphorically illustrates her lifelong struggle, finally coming home in triumph as her true self. What kind of sacrifices are you ready to make to find happiness and what kind of journey are you ready to embark on to find your way home.

This film is part of A Different Tomorrow & Icelandic Panorama

Language

Icelandic